23.4.2008 | 20:29
Lögreglan stóð sig vel
Lögreglan hefur sýnt ótrúlegt langlundargeð í þessu máli. Margir voru orðnir óþolinmóðir eftir aðgerðum hennar. Ítrekaðar yfirgangur bílstjóranna gagnvart öðrum vegfarendum var farinn að taka á taugarnar og farið að styttast í að fólk missti þolinmæðina eins og einn úti Álftanesinu í gær. Það verður að viðurkennast nú að lögreglan stendur vel eftir að hafa sýnt þolinmæði.
Það er hinsvegar hægt að segja margt um þetta ótrúlega væl sem Helgi Seljan lét frá sér fara í Kastljósinu í kvöld og fleiri konur hafa verið með í bloggi á Mbl.is í dag. Hvernig á að beita valdi nema með valdi? Það er svo sannarlega rétt hjá Herði að þarna var staðfastlega reynt að taka eins vægt á málum og hægt var.
Lögregla brást rétt við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, mér þætti gaman að sjá Helga handjárna öskureiðan 150 kg karlmann án þess að leggja hann harkalega í götuna.
Ég er bara að pæla: Hvert getur maður farið til að sýna lögreglu stuðning? Þeir sem stóðu fyrir mótmælunum í dag túlkuðu þennan skríl sem stuðning þjóðarinnar. Hver telur atkvæði okkar hinna sem vorkenna löggunni fyrir að þurfa að snerta þetta pakk með kylfunni sinni?
vlad (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:40
Já, lögreglan stóð sig vel og gerði það sem almenningur á að ætlast af henni. Vörubílstjórar, flestir styðja málstað ykkar en mun færri þessar aðgerðir.
Það ætla ég rétt að vona að vörubílstjórar fari ekki að dreifa mold og skít um alla borg og drulla þannig endanlega upp á bak. ...og þá á móti ætla ég að vona að lögreglan taki á því að hörku og þessu fíflalátum fari að ljúka.
Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:42
^ Samefag! ^
Kristán (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.